22/12/2024

Synir syndanna á Café Riis

Eina tveggja manna tríóíð í heiminum, sem kallar sig Synir syndanna, mun spila á Café Riis á Hólmavík um helgina, nánar tiltekið hefst fjörið á laugardagskvöldið 21. júní kl. 23:00. Aðgangseyrir er kr. 800.- Í Sonum syndanna eru þeir Krizzijonz (Kristófer Jónsson) og Björn Árnason frá Akranesi. Þeir félgarnir stefna á að gefa út plötu næsta haust og munu spila bæði efni af henni og einnig lögin sem allir kunna. Finna má tilþrif með Sonum syndanna á vefsíðunn www.myspace.com/synirsyndanna.