22/12/2024

Sýningu að ljúka

Nú hafa á annað hundrað manns séð sýningu á handverksmunum Signýjar Sigmundsdóttur frá Einfætingsgili í Bitru. Sýningin hefur verið uppi í Steinhúsinu á Hólmavík en hún verður opin styttra en ætlað var vegna sölu hússins. Síðasti opnunardagur sýningarinnar er á morgun, laugardaginn 17.júní, frá kl.15:00 – 18:00. Signý var mikil hagleikskona og bjó til marga fallega gripi úr ýmis konar efnivið. Munina á sýningunni gerði hún á árunum 1960-2000. Það er tilvalið að eyða hluta þjóðhátíðardagsins í að kíkja á fallega smíðisgripi í Steinhúsinu. Hér fyrir neðan gefur að líta örlítið sýnishorn af verkum Signýjar.