Margir íbúar Hólmavíkur hafa skreytt hús sín og garða fyrir hátíðahöldin um helgina, eftir ákveðnu litakerfi. Þannig er rautt, appelsínugult og blátt hverfi á Hólmavík og í sveitinni er guli liturinn einkennisliturinn. Mikil umferð var um rauða hverfið á Hólmavík í gærkvöld þar sem menn voru að skoða margvíslegar skreytingar í görðum og gluggum í hverfinu sem urðu sífellt skrautlegri eftir því sem leið á kvöldið.
Svipmyndir úr rauða hverfinu á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson