22/12/2024

Svipmyndir úr Kollafirði

Hlýtt og gott veður hefur verið síðustu daga á Ströndum sem hlýtur að vera gott fyrir berjasprettuna þetta árið. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á ferð í Kollafirði á dögunum og smellti þá af nokkrum myndum í logninu og kvöldsólinni af bæjunum úti á nesjum – Kollafjarðarnesi, Broddanesi og Broddadalsá. Nú líður að 100 ára afmæli Kollafjarðarneskirkju, en hún var steypt sumarið 1909 og vígð þá um haustið. Kirkjan er elsta steinsteypta húsið sem enn stendur á Ströndum. Íbúðarhúsið í Snartartungu í Bitrufirði var steypt fyrr, en það brann og stendur ekki lengur.

Ljósm. Jón Jónsson.