22/12/2024

Svipmyndir úr Bjarnarfirði og víðar

645-helgi12
Það hefur verið nokkuð um nýbyggingar í Bjarnarfirði á Ströndum síðustu ár og nýjasta húsið sem þar hefur risið er á Bakka. Einnig hafa verið miklar framkvæmdir á Svanshóli og á milli Laugarhóls og Svanshóls var húsið Steinholt reist fyrir nokkrum árum. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is fór með myndavélina í Bjarnarfjörðinn í dag til að taka myndir á bókakynningu, en eitt og annað varð að myndefni í firðinum og á leiðinni þangað, m.a. hús og minjar, laugin og byggingarnar á Laugarhóli.

645-helgi7 645-helgi3 645-helgi2 645-helgi13 645-helgi12 645-helgi10 645-helgi1

Í Bjarnarfirði og á leiðinni þangað – ljósm. Jón Jónsson