22/12/2024

Sveitarstjórnir óánægðar með Vestfjarðaskýrsluna

Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar, telur að Strandir eru afskiptar í Vestfjarðaskýrslunni, þar sem settar voru fram tillögur og aðgerðir til að efla á atvinnulíf á Vestfjörðum. Þetta kom fram í viðtali við Svæðisútvarp Vestfjarða í dag. Telur Ásdís að líkast því sé sem unnið sé gegn Ströndum í einhverjum tilvika. Aðeins ein tillaga sem tengist Ströndum sé í Vestfjarðaskýrslunni og er það Þjóðtrúarstofa sem aðstandendur Strandagaldurs hafa unnið að. Einnig sé lagt til að efla starfsemi Atvinnuþróunarfélagsins á Ströndum.

Ásdís er óánægð með fulltrúa Vestfjarða í nefndinni og telur þá ekki hafa fylgt málum nægilega vel eftir. Hún segir í viðtalinu að tillaga sem barst frá sveitarstjórnarmönnum á Ströndum og tengist heilbrigðisþjónustu hafi í skýrslunni verið sett á Ísafjarðarbæ. Þá sé ekki talað um í skýrslunni að þriggja fasa rafmagn verði lagt um Strandir líkt og annars staðar og ekki sé talað um að efla starfsemi sýslumannsins á Hólmavík.

Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar segist ekki skilja af hverju fleiri tillögur frá Ströndum fengu ekki inni í Vestfjarðaskýrslunni. Strandamenn hafi unnið heimavinnuna og lagt tillögur fyrir Halldór Halldórsson og Aðalstein Óskarsson sem heimamennina í nefndinni. Segir Ásdís að svo virðist sem einungis eigi að styrkja Ísafjörð sem byggðakjarna.