22/12/2024

Svanir í fjörum víða á Ströndum

Um helgina hafa sést svanir allvíða á Ströndum, öruggt merki um að vorið sé í nánd. Á laugardag voru sex svanir mættir við Bassastaði og þótti Guðbrandi bónda Sverrissyni, eftir að hann var búinn að jafna sig á gleðinni yfir blessuðum farfuglunum, að þeir horfðu helst til miklum ágirndaraugum á túnblettina. Sama dag voru þrír svanir mættir á Tungugrafarvogana og þegar fréttaritari átti leið um Hrútafjörð í dag, taldi hann 13 svani í fjörum í Hrútafirði, Bæjarhreppsmegin.