Á vef Strandabyggðar kemur fram að tekið hefur verið í notkun nýtt gámasvæði í Skothúsvík sunnan Víðidalsár, þar sem íbúum gefst kostur á að geyma gáma á snyrtilegu svæði. Gámasvæðið er liður í bættri þjónustu við íbúa sem nýta sér geymslugáma, auk þess sem nýja gámasvæðið stuðlar að fegrun umhverfisins í Strandabyggð. Þeir sem panta flutning á gámum frá Hólmavík og nágrenni inn á nýtt gámasvæði í Skothúsvík fyrir 1. apríl fá frían flutning. Hægt er að panta flutninginn á skrifstofu Strandabyggðar, sjá www.strandabyggd.is.