23/12/2024

Súpufundur á Café Riis

Í dag klukkan 12:00 verður fyrsti súpufundurinn á Café Riis á Hólmavík þar sem spjallað verður um atvinnu- og menningarmál á Ströndum. Stefnt er að því að þessir fundir verði á hverjum fimmtudegi í hádeginu fram á vor, en það er Þróunarsetrið á Hólmavík í samstarfi við Arnkötlu 2008 sem stendur fyrir uppátækinu. Á fundinum í dag munu Sigurður Atlason og Jón Jónsson kynna verkefnið. Á fimmtudaginn eftir viku mun svo Jóhann Björn Arngrímsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Hólmavík segja frá starfsemi hennar. Lagt verður upp með að fá sem flesta stjórnendur fyrirtækja og stofnana á Ströndum til að fjalla um starfsemi fyrirtækja, félaga og stofnanna úr öllum greinum atvinnulífs og menningarstarfs. Eins og fyrr segir hefst fundurinn klukkan 12:00 og stendur til 13:00. Mexíkönsk kjúklingasúpa verður á boðstólum í dag og kostar aðeins 800 kr.