22/12/2024

Sundmót á Hólmavík á laugardag

Á Barnamóti á þriðjudagMikið er um að vera í starfi Héraðssambands Strandamanna (HSS) þessar vikurnar. Héraðsmót og barnamót í í frjálsum íþróttum á Sævangsvelli eru nýlega afstaðin og á laugardaginn er síðan sundmót HSS í sundlauginni á Hólmavík. Helgina 18.-20. júlí fer síðan hópur á Vestfjarðamót í frjálsum á Bíldudal og einnig má nefna að Unglingalandsmót verður haldið í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina og mun fríður hópur keppenda fara á vegum HSS sem keppir þar í samstarfi við Vestur-Húnvetninga (USVH).