22/12/2024

Sundlaugarframkvæmdir ganga vel

Ölli að störfumSundlaugarbyggingu á Drangsnesi miðar vel áfram þessa dagana. Utanhúss eru pípulagningamenn að ganga frá lögnum vegna sundlaugarinnar og jöfnunartönkum. Valur Þórðarson  er þeim til aðstoðar við þá jarðvinnu sem því tilheyrir. Innanhúss er rafvirkinn Ragnar Ölver Ragnarsson að störfum, að mæla fyrir ljósum og raflögnum og staðsetja dósir og rör. Þessi var staðan rétt undir hádegi í dag og varla að menn litu upp frá verki til að brosa fyrir myndavélina.

 

 

 

Úlfar Hjartarson fyllir upp í götin með rörum, jafnóðum og þau verða til.

Ómar Pálsson yfirsmiður að störfum.

Á efstu myndinni sem hægt er að stækka með því að smella á hana er Ragnar Ölver Ragnarsson – Ölli – að bora út loftdósir.

Ljósm. – Jenný Jensdóttir.