22/12/2024

Sumartími á Héraðsbókasafninu

Nú eftir skólaslit í Grunnskólanum á Hólmavík breytist opnunartíminn á Héraðsbókasafninu á Hólmavík og er þá opið frá 20-21 á fimmtudagskvöldum. Mikið skráningarverkefni stendur nú yfir á safninu og er búið að skrá hluta þess í Gegni sem tekur við af gamla kerfinu Emblu næsta vetur. Allir sem vilja geta gerst félagar í safninu og greitt árgjald sem er 2.500.- og fengið þá bækur að láni að vild. Útlán hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin að sögn Esterar Sigfúsdóttur bókavarðar.