22/12/2024

Sumaropnun hjá Sundlauginni á Hólmavík

Þröngt á þingi í heita pottinum  Nú er komið sumar á Hólmavík og sumaropnunartími meðal annars genginn í gildi í sundlauginni, Upplýsingamiðstöðinni, Galdrasýningunni og verslun KSH sem verður opin á laugardögum frá 13-16 í sumar. Í sundlauginni á Hólmavík verður opið í dag frá 10-18 og þannig er opnunartíminn um helgar í sumar, en frá 9-21 virka daga. Tveir heitir pottar eru við sundlaugina og buslulaug. Í húsinu er einnig gufubað, líkamsræktarsalur og íþróttasalur sem hægt er að leigja hópum fyrir inniíþróttir. Þar er einnig hægt að kaupa íspinna og drykki. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar krakkar frá Hvammstanga komu við í lauginni núna í maí, þegar þeir voru í skólaferðalagi á Strandir.

Sundlaugin á Hólmavík
við tjaldsvæðið
Sími: 451-3560
Netfang: sundlaug@holmavik.is
Veffang: www.holmavik.is/info/sundlaug.htm

Opnunartími: 10-18 um helgar, 9-21 virka daga sumarið 2007.

Þröngt á þingi í heita pottinum

580-sund-holma3

580-sund-holma1

580-sund-holma2

Ljósmyndir frá sundlauginni á Hólmavík