22/12/2024

Sumarið stendur sem hæst á Ströndum

Sumarið stendur enn sem hæst á Ströndum og mikið um að vera í ferðaþjónustunni. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur undanfarið verið í frekar óskipulögðu sumarfríi. Hafa aldrei liðið fleiri dagar en nú án þess að fréttir hafi verið settar inn, allt frá því héraðsfréttavefurinn var stofnaður 20. desember 2004. Vonast er til að þetta breytist á næstu dögum, þar sem myndavélar fréttaritara hafa komið í leitirnar, kveikt hefur verið á tölvunum, tölvupósturinn lesinn og líkur eru á að þeir sem helst setja inn efni verði á svæðinu næstu daga. Þó er líklega vissara að lofa ekki neinu.