22/12/2024

Sumarið komið á Ströndum

Í dag hófst ferðasumarið hjá mörgum ferðaþjónum á Ströndum. Sumaropnun hófst bæði á Galdrasýning og Sauðfjársetri í Sævangi í dag og verður opið á báðum stöðum frá 10-18 alla daga í sumar. Eins opnaði Upplýsingamiðstöðin og tjaldsvæðið á Hólmavík, en opnunartími þar er alla daga frá 9-20. Þá var sumaropnunartími tekinn upp hjá sundlauginni á Hólmavík og opnar hún frá og með deginum í dag kl. 7 að morgni og er opin til 21.