23/12/2024

Sumarfríið á strandir.saudfjarsetur.is að baki

stiga70

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur verið í ljómandi vel heppnuðu sumarfríi síðustu vikur, en mun nú með haustinu flytja að nýju fréttir og tilkynningar um mannlíf og menningu á Ströndum. Margt er um að vera að venju og margvíslegt myndefni stendur til boða á Ströndum á degi hverjum, bæði úti í náttúrunni og á mannamótum. Meðfylgjandi mynd er tekin í gönguferð fyrir Stiga, á milli Skriðinsennis og Broddadalsár. Nær á myndinni eru Broddarnir og Stigakletturinn fjær.