30/10/2024

Styttist í jólahlaðborð hjá Café Riis

Café RiisÁrlegt jólahlaðborð verður á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík dagana 8. og 9. desember. Byrjað er að taka á móti pöntunum og ekki seinna að vænta fyrir þá sem langar að gera sér glaðan dag áður en undirbúningur fyrir jólin hefst fyrir alvöru. Að sögn Báru Karlsdóttur, veitingastjóra á Café Riis, er þegar búið að panta fyrir nokkra hópa og hún vill benda þeim á sem hafa hug á að taka þátt að panta strax, því það er takmarkað pláss og oft færri sem komast að en vilja. Sérstök dagskrá verður í boði sem verður auglýst nánar þegar nær dregur. Pöntunarsími fyrir jólahlaðborðið er í síma 451 3567. Sunnudaginn 10. desember kemur félagsskapur eldri borgara saman á Café Riis í jólahlaðborð.