Nú styttist í frumsýningu á ævintýraverkinu Þið munið hann Jörund hjá Leikfélagi Hólmavíkur, en hún er áætluð laugardaginn 24. mars. Sýningarplanið er birt hér að neðan. Leikfélag Hólmavíkur langar til að koma því á framfæri að félagasamtökum gefst kostur á að selja kaffi og meðlæti á sýningum sem verða á Hólmavík og er mögulegt að skipta því niður á nokkur félög ef mörg hafa áhuga. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Salbjörgu sem fyrst í síma 865-3838 eða sendið póst á netfangið salbjorg@holmavik.is.
Minna verður um leikferðir að þessu sinni en venjulega, þar sem umfang verksins og fjöldi leikara gefur ekki almennilega kost á miklum ferðalögum.
Sýningarplanið er annars þannig;
Frumsýning 24. mars kl. 20:30 í Félagsheimilinu á Hólmavík
2. sýning 25. mars kl. 15.00 á Hólmavík
3. sýning 6. apríl í Víkurbæ Bolungarvík kl. 20:00
4. sýning 8. apríl Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
5. sýning 21. apríl Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
6. sýning 22. apríl Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
7. sýning 28. apríl Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30