22/12/2024

Styrkir úr Endurmenntunarsjóð grunnskóla

Í skólanum á BorðeyriEndurmenntunarsjóður grunnskóla hefur nú úthlutað styrkjum fyrir árið 2008, en sjóðsstjórn ákvað að veita styrki til 87 verkefna, samtals rúmar 18 milljónir króna. Af þessum verkefnum má nefna að Fræðslumiðstöð Vestfjarða fær styrki til sex verkefna, samtals að upphæð 825 þúsund. Einnig fékk Grunnskólinn á Borðeyri styrk að upphæð 76 þúsund til útikennslu og annan styrk að upphæð 116 þúsund ásamt fleiri grunnskólum í Húnaþingi til verkefnis sem heitir Grenndarfræði, umhverfi og menning.