22/12/2024

Styrkir til markaðssetningar erlendis á handverki og hönnun

Byggðastofnun í samstarfi við Handverk og hönnun, Hönnunarmiðstöð, Listaháskóla Íslands,  Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ímark og Útflutningsráð Íslands auglýsir eftir umsóknum um stuðning við markaðssetningu erlendis á íslensku handverki og hönnunarvörum. Heildarráðstöfunarfé er tíu milljónir króna, hámarksstyrkur er tvær milljónir króna, en þó aldrei hærri en 50% af heildarkostnaði.

Markmiðið er ð styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða erlendis á handverki og hönnunarvörum. Styrkjunum er ætlað að skapa aukin verðmæti og ný markaðstækifæri og eru liður í framkvæmd á aðgerð í Byggðaáætlun um stuðning við atvinnurekstur kvenna. Þátttökurétt hafa konur og fyrirtæki í eigu kvenna með lögheimili á starfssvæði Byggðastofnunar.

Verkið eða varan verður að vera tilbúin til markaðssetningar erlendis og að framleiðsla verksins/vörunnar fari að hluta eða öllu leyti fram á Íslandi. Umsóknum skal skilað rafrænt fyrir kl. 17:00 mánudaginn 1. febrúar 2010, umsóknareyðublað og leiðbeiningar má finna undir þessum tengli.