Straumlaust verður á rafmagnslínunni frá Þverárvirkjun sem liggur í sveitirnar sunnan við Hólmavík, allt að Þambárvöllum í Bitrufirði, á morgun, föstudaginn 12. september frá kl. 9:00. Reiknað er með að rafmagnsleysið vari í 2-3 tíma, en það er vegna tengivinnu. Verið er að tengja þriggja fasa jarðstreng sem nýbúið er að leggja og leysir af hólmi raflínuna milli Víðidalsár og Húsavíkur. Við þetta opnast möguleiki fyrir bæina sunnan Hólmavíkur og suður fyrir Miðdalsá til að fá tengt 3ja fasa rafmagn.