Jón Eggert Guðmundsson, 37 ára líffræðingur og kerfisfræðingur, sem í sumar hefur gengið eftir strandvegum landsins frá Egilsstöðum kemur við á Hólmavík kl. 17:00 í dag. Jón mun koma gangandi að söluskála Esso á Hólmavík, en hann er að klára annan áfanga göngunnar sem hófst í fyrra. Árið 2005 ákvað Jón að verða fyrstur manna til að ganga lengstu vegalengd sem gengin hefur verið hringinn í kringum Ísland og úr varð Strandvegagangan sem gengin er til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Hólmvíkingar og aðrir Strandamenn eru hvattir til að taka vel á móti Jóni þegar hann kemur til Hólmavíkur síðar í dag.
Strandvegagangan er til styrktar Krabbameinsfélaginu. Hægt er að leggja frjáls framlög inn á sérstakan söfnunarreikning 301-26-102005, kt. 700169-2789, eða hringja í söfnunarsíma 907 5050 og verða þá eitt þúsund krónur innheimtar með næsta símareikningi.
Vefsíða Strandvegagöngunnar er:
http://strandvegaganga.blog.is/blog/strandvegaganga