22/12/2024

strandir.saudfjarsetur.is töluvert skoðaður

Heimsóknum á vefinn strandir.saudfjarsetur.is hefur fjölgað dálítið upp á síðkastið og að meðaltali heimsóttu 1107 vefinn á hverjum degi í janúar. Hafa heimsóknir á dag aldrei verið fleiri að meðaltali í einum mánuði. Ekki eru þó miklar líkur á að þetta met standi lengi því í síðustu viku, frá mánudegi til sunnudags, fékk vefurinn 9370 heimsóknir eða að meðaltali 1338 heimsóknir á dag. Á tölfræðinni má sjá að margir gestirnir dvelja nokkra stund á vefnum  í hverri heimsókn og fletta fram og aftur. Einnig sést að allnokkrir skoða hann oftar en einu sinni á dag. Aðsóknin er mest á kvöldin.