22/12/2024

strandir.saudfjarsetur.is hálfs árs

Fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is á hálfs árs afmæli í dag. Hann var opnaður formlega þann 20. desember síðastliðinn. Vefurinn er býsna vinsæll og fær nú að jafnaði um 1000 heimsóknir á dag. Frá opnun hafa birst á honum 1.206 fréttir af mannlífi og atburðum á Ströndum. Vefnum er einkaframtak og honum er haldið uppi í sjálfboðavinnu, bæði hvað varðar fréttaskrif og ritstjórn. Einu tekjurnar af vefnum eru af sölu auglýsinga. Vefumsjónarforritið Mambó er notað til að halda utan um verkefnið.

Sögusmiðjan á Kirkjubóli stendur á bak við vefinn strandir.saudfjarsetur.is og Jón Jónsson er ritstjóri hans. Með honum í ritstjórn eru Sigurður Atlason og Arnar S. Jónsson. Fjölmargir fréttaritarar víða í sýslunni og  allir aðrir sem áhuga hafa geta sent efni og myndir á ritstjórn sem síðan er birt á vefnum – netfangið er strandir@strandir.saudfjarsetur.is. Eru þeir sem standa fyrir ýmsum atburðum og uppákomum sérstaklega hvattir til að senda inn efni.