23/12/2024

Strandamaður ársins 2005

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is stendur nú fyrir kosningu á Strandamanni ársins annað árið í röð. Nú á að velja Strandamann ársins 2005 og er tækifæri til að skila inn atkvæði fram að klukkan 12:00 á hádegi sunnudaginn 22. janúar. Þeir sem vilja tilnefna Strandamann ársins 2005 skulu fylla út formið sem er að finna undir þessum tengli nú í vikunni þar sem þeir tilgreina hver fær þeirra atkvæði og í stuttu máli hvers vegna. Koma þarf fram í póstinum hver sendandinn er til að atkvæðið sé gilt. Síðast sigraði Sverrir Guðbrandsson á Hólmavík í kosningunni en hann gaf út minningar sínar á árinu 2004 undir heitinu Ekkert að frétta.