22/12/2024

Strandamaður ársins 2004

Verndari leiksins Strandamaður ársinsÍ dag er síðasti möguleiki á að kjósa Strandamann ársins 2004 hér á vefnum strandir.saudfjarsetur.is. Með því að smella á þennan tengil lenda menn á síðu þar sem þeir geta ráðstafað sínu atkvæði. Gaman er að fá dálítinn rökstuðning með atkvæðinu og nafnið á sendanda. Úrslit verða svo kynnt á fyrsta kvöldinu í Spurningakeppni Sauðfjársetursins sem fer fram sunnudaginn 6. febrúar og í framhaldi af því hér á vefnum og í héraðsfréttablaðinu Fréttirnar til fólksins.