22/12/2024

Strandagangan um helgina

Skíðamót á StröndumStrandagangan sem er stærsti viðburður skíðagöngumanna á Ströndum verður haldin á Steingrímsfjarðarheiði á laugardaginn næsta, 17. mars. Skráning er hafin í Strandagönguna og til að minnka vinnu við skráningu á mótsstað er fólk vinsamlegast beðið um að skrá sig sem fyrst með því að senda tölvupóst á netfangið sigra@snerpa.is. Þær upplýsingar sem þurfa að fylgja með í skráningunni eru nafn keppenda, hérað sem hann keppir fyrir, fæðingarár og vegalengd sem hann ætlar að taka þátt í. 

Einnig minna Skíðafélagsmenn á sveitakeppnina sem er í öllum vegalengdum. Þá þarf að skrá þrjá einstaklinga í lið í sömu vegalengd og gildir samanlagður tími þeirra. Sú sveit sem er með besta tímann í hverri vegalengd sigrar og verðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin. Skráningar í sveitakeppnina þurfa að hafa borist í síðasta lagi föstudagskvöldið 16. mars á netfangið sigra@snerpa.is.

Vefsíða Strandagöngunnar er á slóðinni: http://blog.central.is/strandagangan.