22/12/2024

Strandabyggð í Staðardagskrá 21

Opinn kynningarfundur um Staðardagskrá 21 verður haldinn í félagsheimilinu á Hólmavík þann 17. janúar kl. 20:00. Þar munu Ragnhildur H. Jónsdóttir og Stefán Gíslason umhverfisfræðingur frá Gröf í Bitru kynna verkefnið, en nýverið samþykkti sveitarstjórn Strandabyggðar að haldinn yrði kynningarfundur um Staðardagskrána og falast eftir frekari vinnu við mótun fyrstu útgáfu dagskráarinnar fyrir sveitarfélagið. Um nokkurra ára skeið hefur verið í gangi verkefni innan Staðardagskrár 21 þar sem minni sveitarfélögum hefur gefist kostur á að taka þátt í dagskránni sér að kostnaðarlausu.