22/12/2024

Stórtónleikar í Hólmavíkurkirkju


Kvennakór Ísafjarðar og Kvennakórinn Norðurljós munu halda tónleika í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 10. nóvember næstkomandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 og verður fjölbreytt dagskrá í boði. Þetta er samstarfsverkefni þessara tveggja kvennakóra á norðanverðum Vestfjörðum og er verkefnið styrkt af Menningarráði Vestfjarða. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Drengjakór íslenska lýðveldisins en hann verður staddur á Hólmavík þennan dag og sóttist eftir því að koma fram með kvennakórunum sem tóku vel í beiðnina. Miðaverð er 1.500.- krónur og eru allir velkomnir.