21/12/2024

Stórgrýti féll á veg við Hvalsárhöfða

Á aðfaranótt laugardagsins 27. apríl fékk starfsmaður Vegagerðarinnar, Jón Vilhjálmsson á Hólmavík, upphringingu frá lögreglunni sem tjáði honum að steinn einn mikill hefði fallið úr Hvalsárhöfðanum (milli Kollafjarðar og Steingrímsfjarðar) og á veginn. Flutningabílstjóri sem kom þar að tilkynnti lögreglunni um steininn sem nánast lokaði leiðinni. Þar sem þetta var einmitt þar sem upphækkaði grjótgarðurinn endar, tókst að aka flutningabílnum niður fyrir veg út á grjótgarðinn og komast þannig fram hjá hnullungi þessum. Jón Vilhjálmsson brunaði síðan út eftir og skóflaði bjarginu út af veginum, enda hraustur náungi.

bottom

Ekki hefði þurft um sárt að binda ef einhver hefði orðið undir bjarginu.

frettamyndir/2008/580-steininn.jpg

Sigurður Atlason íhugar uppruna steinsins í hlíðinni

– Ljósm. Ásdís Jónsdóttir og Jón Jónsson