22/12/2024

Stórgott Menntaþing á Ströndum

Afar vel heppnað Menntaþing var haldið á Hólmavík fyrr í mánuðinum, að undirlagi sveitarstjórnar Strandabyggðar. Á þingið komu góðir gestir, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Margrét Pála Ólafsdóttir skólastjóri og uppeldisfrömuður og Kristín Gísladóttir og Margrét Halldóra Gísladóttir leikskólastjórnendur í Uglukletti í Borgarbyggð. Á Menntaþinginu, sem var síðasti viðburðurinn í röð atburða vegna 100 ára afmælis skólahalds á Hólmavík, var horft til framtíðar og velt upp spurningum um hvert skuli stefna í skólahaldi á Ströndum.

Framhaldsskóladeild fyrir unginga á aldrinum 16-18 ára í samvinnu við vel valinn framhaldsskóla kom ítrekað til umræðu á þinginu. Var einkum rætt um að fyrirkomulag yrði svipað og á Patreksfirði þar sem slík deild hefur haft mikil jákvæð áhrif í samfélaginu. Lofaði Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra að gerð yrði könnun í ráðuneytinu á fýsileika þess að stofna slíka deild á Hólmavík og hvaða módel myndi henta best.

Er þetta mikið fagnaðarefni þar sem um mikið hagsmunamál er að ræða fyrir íbúa og sveitarfélög á svæðinu. Á Fjórðungsþingi Vestfirðinga í september síðastliðnum var samþykkt að framhaldsdeild á Hólmavík væru meðal þeirra 7 verkefna sem sveitarfélög á Vestfjörðum myndu setja á oddinn í sóknaráætlun Vestfjarða árið 2012. 

0

bottom

Katrín Jakobsdóttir ávarpaði þingið og hélt snjallt erindi.

frettamyndir/2012/640-menntat9.jpg

Þingið var vel sótt og voru gestir ánægðir með erindi og umræður.

frettamyndir/2012/640-menntat7.jpg

Ingibjörg Benediktsdóttir formaður Fræðslunefndar Strandabyggðar stýrði fundinum.

frettamyndir/2012/640-menntat4.jpg

Kristín Gísladóttir og Margrét Halldóra Gísladóttir leikskólastjórnendur í Uglukletti í Borgarbyggð kynna kenningar Mihaly Csikszentmihalyi og leikskólastefnuna Flæði sem verið er að innleiða í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík.

frettamyndir/2012/640-menntat5.jpg

Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra.

frettamyndir/2012/640-menntat2.jpg

Margrét Pála Ólafsdóttir skólastjóri, uppeldisfrömuður og hugmyndasmiður Hjallastefnunnar fór á kostum í sínu erindi.

frettamyndir/2012/640-menntat1.jpg

Arnar S. Jónsson Tómstundafulltrúi Strandabyggðar fjallar um menntun og menntunarmöguleika frá unglingsárum til fullorðinsára, sagði reynslusögur og ræddi ítarlega um framhaldsskóladeild á Ströndum.

Menntaþing á Ströndum – ljósm. Jón Jónsson