22/12/2024

Stóra upplestrarkeppnin þann 1. apríl

Frá keppninni í fyrraFramundan eru lokahátíðir Stóru upplestrarkeppninnar á Vestfjörðum, en þar keppa nemendur í 7. bekk grunnskólanna í upplestri. Lesið er úr skáldverki og ljóði og eru skáld keppninnar að þessu sinni Jón Sveinsson og Steinn Steinarr. Keppnin fer fram þriðjudaginn 1. apríl kl. 17:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík, fimmtudaginn 3. apríl í Tálknafjarðarkirkju og föstudaginn 18. apríl kl. 20:00 í Hömrum á Ísafirði. Dómnefnd velur 3 bestu upplesarana og verðlaun eru veitt. Að keppninni standa Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara um land allt.