22/12/2024

Stjórnmálafundir á Ströndum

Undirbúningur fyrir sveitarstjórnakosningar á Ströndum virðist vera að hrökkva af stað. Í kvöld, mánudag, stendur Framsóknarflokkurinn á Hólmavík fyrir opnum fundi í Kvenfélagshúsinu kl. 20:00 um stjórnmálaástandið og verður Guðmundur Steingrímsson þingmaður gestur fundarins. Annað kvöld, þriðjudag, verður síðan aðalfundur Vinstri grænna á Ströndum í gistihúsinu á Kirkjubóli og hefst sá fundur einnig kl. 20:00. Á báðum þessum fundum á einnig að ræða sveitarstjórnakosningar í vor.