Í nóvembermánuði eru þrír viðburðir á dagskrá hjá Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal, tvær sögustundir og Norræni skjaladagurinn. Á laugardaginn 5. nóvember mun Matthías Lýðsson bóndi í Húsavík á Ströndum sjá um fyrstu sögustund vetrarins og hefst hún kl. 15. Þá mun hann segja sögu af stígvélum og fjalla um mikilvægi búsetu og beitar. Aðgangseyrir er sem fyrr 500 kr fyrir 18 ára og eldri og frítt fyrir börn. Kaffi á könnunni og Sælingsdalslaug er opin á laugardögum kl. 14-18 fyrir þá sem vilja nýta ferðina til frekari skemmtunar.
Til hnífs og skeiðar
Laugardaginn 12. nóvember verður haldið upp á Norræna skjaladaginn á safninu með sýningu og spjalli. Þema skjaladagsins í ár eru matvæli. Enginn aðgangseyrir er á Norræna skjaladaginn.
Barnastund
Laugardaginn 26. nóvember verður barnvæn sögustund. Dagskrá hennar verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Tillögur að viðfangsefnum á Sögustundir Byggðasafns Dalamanna á Laugum eru alltaf vel þegnar. Ekki síður ef einhver er tilbúin að stíga á stokk og segja frá einhverju athyglisverðu er um að gera að koma því á framfæri við safnvörð, Valdísi Einarsdóttur.