22/12/2024

Stígamót halda opinn fund á Hólmavík

þróunarsetrið

logo-stigamotStígamót bjóða til opins fundar í Hnyðju Höfðagötu 3 á Hólmavík (Þróunarsetrinu) mánudaginn 5. september kl. 17:15. Í vetur munu Stígamót bjóða upp á ráðgjafarþjónustu hálfsmánaðarlega á Ísafirði. Þar sem samtökin eru á leiðinni á Ísafjörð að kynna þjónustuna, verður einnig boðið upp á kynningu á Hólmavík sem hugmyndin er að gagnist fyrir Dali, Strandir og Reykhólasveit. Þar verður sagt frá þjónustu Stígamóta og hvernig kynferðisofbeldi lítur út frá sjónarhóli samtakanna og hvað gera má til þess að bæta líðan fólks og koma í veg fyrir ofbeldi. Allir eru hjartanlega velkomnir. Undir þessum tengli er vefsíða Stígamóta.