30/10/2024

Stífar æfingar fyrir Bændahátíð

Samvalinn hópur úr Leikfélagi Hólmavíkur æfir nú stíft skemmtidagskrá fyrir Bændahátíð á Ströndum sem haldin verður nú á laugardaginn. Prógrammið er að mestu sett saman af systkinunum Jóni og Svanhildi Jónsbörnum frá Steinadal og er skotið þéttingsfast í allar áttir að venju. Heyrst hefur að meðal annars verði litið inn á miðilsfund á Ströndum í skemmtiatriðunum miðjum þar sem yfirnáttúrulegir atburðir gerast og einnig verði litið á piparsveinasamkeppni á Ströndum sam haldin er í anda raunveruleikaþátta sem nú eru mjög vinsælir í sjónvarpi.