22/12/2024

Stefnumót á Ströndum sett upp að nýju

Til stendur að setja upplýsingaspjöldin frá Stefnumóti á Ströndum upp að nýju í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Þar verður sýningin síðan uppi í sumar og opin frá 9-21 alla daga, á sama tíma og sundlaugin. Óskað er eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við þetta verkefni, en vinnan hefst kl. 9:00 á morgun, þriðjudaginn 29. júní, og stendur væntanlega fram eftir degi. Þeir sem vilja ná tali af forsvarsmönnum Stefnumótsins er bent á Sigurð Atlason s. 897-6525 og Jón Jónsson 891-7372.