22/12/2024

Stakur jaki á reki

Stakur jaki á rekiFréttaritarar á strandir.saudfjarsetur.is fylgja fréttunum vel á eftir og hafa fylgst vandlega með ísjakanum á Steingrímsfirði í dag. Hann er reyndar ekki á reki, þó svo segi í skáldlegri fyrirsögninni, heldur er hann strandaður skammt frá landi utan við Hvalsárhöfðann og hefur rýrnað verulega síðan í gær. Hröngl úr jakanum er víða um fjörur á Gálmaströnd og sennilega brotnar hann fljótlega niður, enda brotna öldurnar nú þegar yfir jakann á milli tindanna.

Jakinn í dag. Engir ísbirnir virðast vera á jakanum, en þó er líklega vissara fyrir Strandamenn að vera í úthverfum fingravettlingum þessa dagana ef þeir skyldu nú rekast á einn slíkan – ljósm. Jón Jónsson