22/11/2024

Stækkun Malarhorns gengur eftir áætlun

Malargisting á DrangsnesiByggingaframvæmdir við nýtt gistihús Malarhorns á Drangsnesi ganga vel. Búið
er að steypa sökkulinn og hafist er handa við gerð sólpallarins í kringum húsið.
Í nýja húsinu verða tíu 2ja manna herbergi með baði og boðið verður upp á
morgunverð á veitingastaðnum Malarkaffi sem stendur beint á móti
gistiþjónustunni. Stefnt er að opnun nýja gistihússins þann 17. júní en húsið er
bjálkahús frá Eistlandi, líkt því sem sjá má á myndinni hér að neðan. Von er á
húsinu til Drangsness á næstu dögum og þá verður strax hafist handa við að reisa
það.

Vogafjós
Þessi ljósmynd er af gistihúsinu Vogafjósi í Mývatnssveit sem er sömu
gerðar og nýja gistihús Malarhorns a Drangsnesi.