30/10/2024

Spurningakeppninni frestað

SkafrenningurKeppniskvöldinu í Spurningakeppni Strandamanna sem fara átti fram í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs og yfirvofandi leiðindafærðar. Ekki hefur verið ákveðin önnur dagsetning fyrir kvöldið. Í tilkynningu frá Sauðfjársetrinu eru allir þeir sem vita um einhverja sem hugsanlega ætluðu að mæta á keppnina í kvöld hvattir til að láta þá vita af frestuninni, sér í lagi þá sem ekki hafa aðgang að tölvu eða interneti. Veðurstofan spáir norðanbyl og snjókomu fram á morgundaginn og vefur Vegagerðarinnar sýnir að þungfært eða ófært er orðið um allar Strandir og Vestfirði.