23/12/2024

Spurningakeppnin verður annan í páskum

Eins og glöggir lesendur strandir.saudfjarsetur.is hafa vafalaust tekið eftir var Spurningakeppni Strandamanna sem vera átti síðasta sunnudag frestað vegna veðurs. Nú hefur verið ákveðin ný dagsetning fyrir keppnina, en það er annar í páskum – mánudagurinn 13. apríl. Keppnin fer að vanda fram í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst kl. 20:00. Spyrill og stjórnandi er Arnar S. Jónsson. Liðin sem keppa næsta keppniskvöld eru Fiskvinnslan Drangur sem keppir við kennara á Hólmavík, Sparisjóður Strandamanna mætir Þróunarsetrinu og Umf. Neisti og Skrifstofa Strandabyggðar etja kappi.

Hér má lesa um fyrsta keppniskvöldið í Spurningakeppninni.