22/12/2024

Spurningakeppnin hefst á sunnudag

Nú fyrir skemmstu var dregið í fyrstu umferð í Spurningakeppni Strandamanna árið 2006, sem Sauðfjársetur á Ströndum stendur fyrir. Tólf lið skráðu sig til leiks að þessu sinni og verður fyrsta umferðin háð nú á sunnudaginn 12. febrúar í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst keppnin kl. 20:00. Þrjár viðureignir fara fram á sunnudaginn, en hinar þrjár keppnirnar í fyrstu umferð fara fram sunnudaginn 26. febrúar. Sigurliðin í þessum viðureignum komast áfram í keppninni.

Viðureignir sunnudaginn 12. febrúar:

Kaupfélag Steingrímsfjarðar – Félag eldri borgara
Sparisjóður Strandamanna – Skrifstofa Hólmavíkurhrepps
Strandahestar – Hólmadrangur

Viðureignir sunnudaginn 26. febrúar:

Strandamenn í KHÍ – Nemendur Hólmavíkurskóla
Leikfélag Hólmavíkur – Grunnskólinn Drangsnesi
Félagsmiðstöðin Ozon – Kennarar Hólmavíkurskóla