Fyrsta keppniskvöldið í Spurningakeppni Strandamanna fer fram í kvöld í félagsheimilinu á Hólmavík. Hefst skemmtunin kl. 20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Að sjálfsögðu er tekið á móti greiðslukortum. Sælgæti, öl og kaffi verður selt á staðnum. Fjórar skemmtilegar viðureignir fara fram í keppninni í kvöld.
Liðin sem keppa í kvöld eru:
- Snerpa – Sparisjóður Strandamanna
- Félag eldri borgara – Bitrungar
- Strandagaldur – Strandahestar
-
Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur – Hólmadrangur
Það er Sauðfjársetur á Ströndum sem stendur fyrir spurningakeppninni. Spyrill og dómari verður Kristín S. Einarsdóttir, kennari við Grunnskóla Hólmavíkur.