22/12/2024

Spólað þar til springur

Eitt af þeim atriðum á Hamingjudögum á Hólmavík sem þótti hvað nýstárlegast var Burn-out sýning sem Daníel Ingimundarson stóð fyrir á torfærubílnum Green Thunder. Sagt er að akstursíþróttamenn keppi í þessari grein, m.a. á Akureyri, en Burn-out gengur út á það að festa farartækið tryggilega í annað mun þyngra og spóla síðan í miklum móð þar til dekk springur. Keppnin snýst um að reykurinn og hávaðinn verði sem mestur og gúmmítægjurnar fljúgi víða. Hér gefur að líta nokkrar myndir af bryggjunni þar sem Daníel spólaði í miklum móð fyrir mannfjöldann.

Daníel gerir sig kláran, m.a. var einhverjum vökva hellt á dekkin …

… svo var byrjað að spóla og reykinn lagði alla leið upp að kirkju …

… áður en hætti að sjást í Daníel og bílinn …

… en svo sprakk dekkið með miklum hvelli og allt var búið – ljósm. Jón Jónsson