22/12/2024

Spilavist á sunnudaginn

Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík stendur fyrir félagsvist í Félagsheimilinu á Hólmavík á sunnudagskvöldið 1. maí kl. 20:00. Vegleg verðlaun eru í boði og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 13 ára og eldri. Ágóði af spilakvöldinu á að renna til kaupa á stafrænni vídeótökuvél fyrir Grunnskólann ásamt tölvu með tilheyrandi klippibúnaði, en foreldrafélagið hyggst gefa skólanum slíkan búnað. Allir eru hjartanlega velkomnir á spilavistina, bæði íbúar Hólmavíkurhrepps og aðrir sem áhuga hafa.