23/12/2024

Sparisjóðsmótinu frestað

Frá firmamóti í skíðagöngu á StröndumSparisjóðsmótinu sem Skíðafélag Strandamanna ætlaði að halda á morgun, laugardag, hefur verið frestað vegna snjóleysis og slæmrar veðurspár. Mótið átti að vera í Selárdal, en þar er orðinn lítill snjór og varasamt er að stóla á Steingrímsfjarðarheiðina vegna veðurs. Stefnt er að því að halda mótið áður en langt um líður og verður það nánar auglýst síðar.