Sparisjóðsmót í skíðagöngu verður haldið á Steingrímsfjarðarheiði sunnudaginn 1. apríl og hefst mótið kl. 14:00. Gengið er með frjálsri aðferð og þrír fyrstu í hverjum flokki á verðlaunapeninga, en aðrir fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna. Mótið er öllum opið og er keppt í aldursflokkum allt frá 6 ára og yngri og upp í 65 ára og eldri. Vegalengdir eru frá 1 km í 10 km, eins og nánar má sjá á síðu Skíðafélags Strandamanna http://blog.central.is/sfstranda.