22/11/2024

Söngvararnir klárir í slaginn

Söngvararnir sem taka þátt í karókíkeppni vinnustaða á Ströndum eru klárir í slaginn, en í gærkvöldi tóku þeir óákveðnustu ákvörðun um hvaða lög þeir munu troða upp með í keppninni annað kvöld, sem verður haldin í Bragganum á Hólmavík og hefst kl. 21:00. Hver keppandi mun syngja tvö lög og dregið var um röðina í gærkvöldi, en það er Stefán Jónsson hjá Áhaldahúsi Hólmavíkurhrepps sem ríður á vaðið. Næstu keppendur syngja svo koll af kolli hver eitt lag fram að hléi. Eftir hlé þá snýst röðin við, þannig að sá sem byrjaði verður einnig síðastur á svið. Hér fyrir neðan er tafla þar sem fram koma lögin sem söngvararnir hafa valið sér og röð þeirra í keppninni.

Flytjandi Nr. Fyrra lag Nr. Seinna lag Lag í undankeppni
Stefán Jónsson 1 Love is All Around Me – Wet Wet Wet 16 Burning Love – Elvis Presley Mustang Sally – Commitments
Ásdís Leifsdóttir 2 The Best – Tina Turner 15 New York New York – Frank Sinatra Heartache Tonight – The Eagles
Sigurður Atlason 3 My Way – Frank Sinatra 14 Sex Bomb – Tom Jones Hello – Lionel Richie
Rúna Stína Ásgrímsdóttir 4 Vor í Vaglaskógi – Vilhjámur Vilhjámsson 13 Tætum og tryllum – Stuðmenn Bye Bye Love – Everly Brothers
Hlíf Hrólfsdóttir 5 Rose Garden – Lynn Anderson 12 Achy Braky Heart – Billy Ray Cyrus Will You Still Love Me – Shirelles
Jón Halldórsson 6 Ég kveð – Jón Halldórsson 11 Hólmavík – Jón Halldórsson Viltu koma – Jón Halldórsson
Salbjörg Engilbertsdóttir 7 Wind Beneath My Wings – Bette Midler 10 Black Velvet – Allannah Myles Fame – Irene Cara
Sigurrós Þórðardóttir 8 Líf – Stefán Hilmarsson 9 Whats up – Four None Blondes Ástarsæla -Hljómar