22/12/2024

Söngvakeppnin SamVest í Ozon

640-ozon1

Félagsmiðstöðin Ozon á Hólmavík stendur fyrir söngvakeppni Samvest á Hólmavík í kvöld, þriðjudaginn 9. desember og hefst skemmtunin kl. 20:00. Þarna ætla krakkarnir í Ozon að flytja tónlistaratriði sem keppa sín á milli um að komast á Vestfjarðakeppi SamVest síðar í vetur og síðan á söngvakeppni félagsmiðstöðva. Við hvetjum alla til að mæta í Grunnskólann á Hólmavík í kvöld og fylgjast með skemmtilegri keppni. Allir eru velkomnir.