22/12/2024

Söngvakeppni og tónleikar

Laugardagskvöldið 17. desember fer fram í Bragganum á Hólmavík undankeppni Ozon, sem er félagsmiðstöð unga fólksins á Hólmavík, fyrir söngkeppni Samfés og hefst hún kl. 20:00. Fjórir taka þátt í keppninni að þessu sinni. Strax að söngvakeppninni lokinni um kl. 21:00 verða haldnir fjáröflunartónleikar fyrir félagsmiðstöðina Ozon. Ætlunin er að leggja lokahönd á að safna fyrir hljóðkerfi í hljómsveitaraðstöðuna í Grunnskólanum á Hólmavík. Fram koma hljómsveitirnar Dansband Victors og Micado og munu þær spila í um eina og hálfa klukkustund. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa söngvakeppni og tónleika.

Aðgangseyrir er 250 kr. fyrir 11 ára og yngri en 500 kr. fyrir 12 ára og eldri. Frítt fyrir yngri en 6 ára. Vímuefnalaus skemmtun! Sjoppa á staðnum!